Í fangelsi? Veggspjöld sem ýja að meintri spillingu hanga nú uppi.
Í fangelsi? Veggspjöld sem ýja að meintri spillingu hanga nú uppi. — AP
HUGSANLEG brot Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, á lögum um fjármögnun kosninga eru nú til skoðunar hjá ísraelsku lögreglunni.
HUGSANLEG brot Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, á lögum um fjármögnun kosninga eru nú til skoðunar hjá ísraelsku lögreglunni. Er fullyrt að lögreglan hafi nú undir höndum upptöku á símasamtali þar sem ráðgjafi heldur því fram að Olmert skuldi honum 100.000 Bandaríkjadali frá því í forkosningum 1999. Sé þetta rétt væri mögulega um lögbrot að ræða því að lán þetta var aldrei tilkynnt til yfirvalda. Fyrr í vikunni réðst lögreglan inn á tuttugu stöðum í leit að gögnum sem tengjast rannsókn á hendur Olmert fyrir meinta spillingu.