Ökuþór Lávarðurinn keppti í bresku götubílamótunum (GT–mótunum) í ár á Aston Martin DBRS9 sem brennir etanóleldsneyti.
Ökuþór Lávarðurinn keppti í bresku götubílamótunum (GT–mótunum) í ár á Aston Martin DBRS9 sem brennir etanóleldsneyti.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Drayson lávarður, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu breska, hefur tekið sér frí frá störfum til að geta helgað sig þátttöku í ALMS-kappakstursmótunum í Bandaríkjunum á næsta ári.

Drayson lávarður, ráðherra í varnarmálaráðuneytinu breska, hefur tekið sér frí frá störfum til að geta helgað sig þátttöku í ALMS-kappakstursmótunum í Bandaríkjunum á næsta ári.

Lávarðurinn keppti í bresku götubílamótunum (GT-mótunum) í ár á bíl sem brenndi etanóleldsneyti. Náði þar á meðal þeim sögulega árangri að vinna fyrsta kappaksturssigur á slíkum bíl í Bretlandi. Hann varð á endanum í öðru sæti í stigakeppni GT-mótanna. Í bréfi til forsætisráðherrans, Gordons Brown, segist Drayson lávarður haldinn kappakstursástríðu. Í framhaldi af gengi sínu í ár hafi tækifæri boðist til að stíga skrefið upp í næstu deild, þ.e. að keppa í bandarísku Le Mans-mótunum (ALMS). Það segir hann svo geta verið stökkpall í þá veru að draumur hans um velgengni í sólarhringskappakstrinum í Le Mans í Frakklandi rætist. „Í fyrsta sinn leyfist etanólbílum að keppa í ALMS-kappakstrinum á næsta ári. Með því gefst dásamlegt tækifæri til að kynna breska tækni til umhverfisvæns kappaksturs.

Því miður get ég ekki sameinað keppni þar og fullt starf í ríkisstjórninni,“ segir lávarðurinn í bréfinu og fer fram á að fá að taka frí frá störfum til að geta fullnægt metnaði sínum á sviði kappaksturs.