HALLUR Helgason og Kvikmyndafélag Íslands hafa stofnað hlutafélagið Atlantic Studios hf. um rekstur kvikmyndavers í gömlu varnarstöðinni á Miðnesheiði.

HALLUR Helgason og Kvikmyndafélag Íslands hafa stofnað hlutafélagið Atlantic Studios hf. um rekstur kvikmyndavers í gömlu varnarstöðinni á Miðnesheiði.

Félagið hefur gert samkomulag við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar um kaup á 13 byggingum og nokkru landsvæði fyrir reksturinn.

Þrjú upptökuver

Í tilkynningu kemur fram að nú sé unnið að skipulagningu og hönnun svæðisins en gert sé ráð fyrir að þrjú 750-1.200 fermetra upptökuver verði tilbúin til notkunar í vor en auk þeirra sé gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ýmsar stoðdeildir kvikmyndagerðarinnar svo sem skrifstofur, smíðaverkstæði, búningageymslu, leikmunageymslu, klippiaðstöðu o.s.frv.

Þá er í bígerð smíði vatnstanks sem ætlaður er fyrir myndatökur í vatni, bæði undir yfirborði og á því.

„Markmiðið er að þjóna jafnt innlendri sem erlendri kvikmyndagerð. Rekstur versins verður hrein viðbót við þá þjónustu sem þegar er í boði á Íslandi en hingað til hafa fullbúin stúdíó af þessari stærðargráðu ekki staðið til boða,“ segir í tilkynningu.