[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig í kvöld þegar lið hans, Lottomatica Roma , vann stórsigur á Bamberg frá Þýskalandi, 81:57, í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Rómarborg og þetta var fyrsti sigur Roma eftir þrjá tapleiki.

J ón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig í kvöld þegar lið hans, Lottomatica Roma , vann stórsigur á Bamberg frá Þýskalandi, 81:57, í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Rómarborg og þetta var fyrsti sigur Roma eftir þrjá tapleiki. Jón Arnór lék í 27 mínútur og var næst stigahæsti leikmaður liðsins.

Viðar Halldórsson var kjörinn nýr formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar á aðalfundi félagsins á dögunum. Viðar tók við formennskunni af Ingvari Viktorssyni sem starfað hefur í ráðum og nefndum fyrir FH í næstum hálfa öld. Viðar lék um árabil með knattspyrnuliði FH og og lék á sínum tíma 27 leiki með íslenska A-landsliðinu en tveir synir hans, Arnar Þór og Bjarni Þór eru í landsliðshópnum sem mætir Dönum á Parken á miðvikudaginn.

Sigurður Ingimundarson , þjálfari Keflvíkinga , var ekki með lið sitt þegar það vann Stjörnuna í gær í Iceland Express deild karla í körfu. Einar Einarsson stjórnaði liðinu á meðan Sigurður var í Bandaríkjunum að fylgjast með sínum mönnum í Boston í NBA-körfunni þar í landi.

Sigurður Hafsteinsson , kylfingur úr GR , náði sér ekki á strik á fyrsta degi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröð eldri kylfinga í gær. Sigurður lék Quinta de Clima völlinn í Portúgal á 83 höggum eða 11 höggum yfir pari og er í 54. - 61. sæti af 71 keppenda. Besta skorið í gær var 69, eða þrjú högg undir pari. Sigurður þarf að leika virkilega vel í dag ætli hann sér áfram því eftir hringinn í dag komast aðeins 25 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á mánudaginn.

Juande Ramos knattspyrnustjóri Tottenham hefur nú augastað á Iker Casillas landsliðsmarkverði Spánverja sem er á mála hjá Spánarmeisturum Real Madrid . Að því er fram kemur í spænska blaðinu El Mundo er Tottenham reiðubúið að greiða 40 milljónir evra fyrir Casillas, 3,5 milljarða króna, og yrði hann þar með dýrasti markvörður í heimi.

Blaðið segir að Tottenham eigi fé til að kaupa Casillas og greiða honum 7 milljónir evra í árslaun sem er að jafnvirði 620 milljónir króna. Casillas, sem er 26 ára gamall og hefur leikið 72 leiki fyrir Spánverja, er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2011.

M arta hin brasilíska skoraði tvö mörk í fyrrakvöld þegar Umeå , sænsku meistararnir í knattspyrnu, unnu auðveldan útisigur á belgísku meisturunum Wezemaal , 4:0. Belgarnir komust í 8-liða úrslitin á kostnað Vals sem þó lagði Wezemaal, 4:0, í síðasta mánuði. Fyrir Umeå er þar með formsatriði að taka á móti Belgunum á sínum heimavelli. Evrópumeistarar Arsenal gerðu 0:0 jafntefli við Lyon í Frakklandi og Bröndby frá Danmörku vann góðan útisigur á Bardolino á Ítalíu , 1:0. Loks gerðu Rossiyanka og Frankfurt markalaust jafntefli í Moskvu en Frankfurt vann Val naumlega, 3:1.