LANDSLIÐ karla í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætir Þjóðverjum í æfingaleik í Trier í Þýskalandi í kvöld.

LANDSLIÐ karla í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætir Þjóðverjum í æfingaleik í Trier í Þýskalandi í kvöld. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir leikinn gegn Belgum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Brussel í Belgíu á þriðjudaginn.

Þeir Bjarni Þór Viðarsson og Theódór Elmar Bjarnason, sem báðir voru valdir í A-landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Dönum á Parken, verða með í leiknum gegn Þjóðverjum í kvöld, en þeir taka út leikbann í leiknum á móti Belgum.

Bjarni Þór og Theódór Elmar halda á morgun til Kaupmannahafnar, en A-landsliðið kemur þar saman á morgun og hefur undirbúninginn fyrir leikinn gegn Dönum.