ALÞJÓÐANEFND Sambands ungra sjálfstæðismanna efnir til hádegisfundar um úrslit og áhrif dönsku kosninganna s.l. þriðjudag. Kosningarnar voru spennandi og úrslit réðust á lokasprettinum.

ALÞJÓÐANEFND Sambands ungra sjálfstæðismanna efnir til hádegisfundar um úrslit og áhrif dönsku kosninganna s.l. þriðjudag. Kosningarnar voru spennandi

og úrslit réðust á lokasprettinum. Þeir Auðunn Arnórsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og Kristján Jónsson, blaðamaður á erlendum fréttum á Morgunblaðinu, fara yfir úrslit kosninganna og greina helstu strauma og stefnur í dönskum stjórnmálum um þessar mundir.

Fundurinn verður í dag, föstudag, og hefst klukkan 12.00 á efri hæðinni á Kaffi Sólon. Fundarstjóri verður Fanney Birna Jónsdóttir stjórnarmaður í Heimdalli.