Tjón vegna innbrots í bíla í Bretlandi nemur að meðaltali 300 sterlingspundum eða sem svarar til 37.000 króna. Kemur þetta fram í nýlegri rannsókn sem unnin var fyrir breska framrúðuframleiðandann Autoglass.
Tjón vegna innbrots í bíla í Bretlandi nemur að meðaltali 300 sterlingspundum eða sem svarar til 37.000 króna. Kemur þetta fram í nýlegri rannsókn sem unnin var fyrir breska framrúðuframleiðandann Autoglass. Í þriðja hverju tilviki er gervihnattaleiðsögutæki meðal þess sem numið er á brott við innbrot í bíla í Bretlandi. Heildarkostnaður sem leggst á tryggingafélög þar í landi ár hvert vegna innbrotanna nemur 2,1 milljarði punda, 260 milljörðum króna. Í ljós kom að á undanförnum tveimur árum hafði verið brotist inn í bíla 60% bíleigenda sem lentu í sérstakri skoðun Autoglass. Fyrirtækið hefur nú hafið áróðursherferð þar sem bíleigendur eru sérstaklega hvattir til að skilja aldrei verðmæti eða persónulega muni eftir í bílum sínum.