* Yfir okkur dynja um þessar mundir fréttir af sölumetum á jólatónleika Frostrósa annars vegar og Björgvins Halldórssonar hins vegar.

* Yfir okkur dynja um þessar mundir fréttir af sölumetum á jólatónleika Frostrósa annars vegar og Björgvins Halldórssonar hins vegar. Uppselt er á átta tónleika Frostrósanna víðsvegar um landið en Bó hefur nú síðast tekist að selja alla miða á þrenna tónleika sína í Höllinni.

Margir velta því nú fyrir sér hvaða fólk þetta sé sem virðist svo áfjáð í jólaskemmtun og þykir sú tilgáta mjög sennileg að hér sé hinn alræmdi þögli meirihluti á ferð. Í því ljósi er víst að margur pólitíkusinn vildi komast yfir þær upplýsingar sem nú liggja í kerfum midi.is. Önnur góð leið væri svo að fara með blað og blýant og skrifa hjá sér bílnúmerin á öllum glæsijeppunum sem parkeraðir verða fyrir utan jólatónleikana ellefu.