7. mars 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Viggó til Framara

Viggó Sigurðsson
Viggó Sigurðsson
VIGGÓ Sigurðsson, fyrrum landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari Fram frá og með komandi sumri.
VIGGÓ Sigurðsson, fyrrum landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari Fram frá og með komandi sumri. Hann tekur við af ungverska þjálfaranum Ferenc Buday að þessu keppnistímabili loknu og hefur samið um að þjálfa Framliðið til vorsins 2010.

Viggó er einn reyndasti þjálfari landsins og hefur þjálfað FH, Stjörnuna, Hauka, 21 árs landsliðið, A-landsliðið og þýsku liðin Wuppertal og Flensburg. | Íþróttir

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.