CIVIL ACTION<strong> (Stöð 2 kl. 22.55)</strong> Travolta leikur lögfræðing sem Bandaríkjamenn kalla &bdquo;slysarottur&ldquo;. Hann tekur að sér mál fyrir foreldra barna sem hafa látist sökum mengunar. Sönn saga um lögfræðingaheim Bandaríkjanna sem við höfum ósjaldan séð á hvíta tjaldinu. ***<strong> </strong>
CIVIL ACTION (Stöð 2 kl. 22.55) Travolta leikur lögfræðing sem Bandaríkjamenn kalla „slysarottur“. Hann tekur að sér mál fyrir foreldra barna sem hafa látist sökum mengunar. Sönn saga um lögfræðingaheim Bandaríkjanna sem við höfum ósjaldan séð á hvíta tjaldinu. ***
GOING TO THE MAT (Sjónvarpið kl. 21.15) Blindur drengur sætir einelti og er utanveltu í nýja skólanum en gefst hann tekur til sinna ráða. Öðruvísi unglingamynd. *** ½ THE COUNT OF MONTE CHRISTO (Sjónvarpið kl. 22.

GOING TO THE MAT

(Sjónvarpið kl. 21.15)

Blindur drengur sætir einelti og er utanveltu í nýja skólanum en gefst hann tekur til sinna ráða. Öðruvísi unglingamynd. *** ½

THE COUNT OF MONTE CHRISTO

(Sjónvarpið kl. 22.45)

Stórfengleg, saga sem aðstandendur myndarinnar virðast enga virðingu bera fyrir. Þeim er umhugað um að búa til klisjukennda ævintýramynd sem selur. Árangurinn er frekar langdregin en samt stutt útgáfa af sögunni. **

JACKASS: THE MOVIE

(Sjónvarpið kl. 00.55)

Knoxville, Margera og Steve–O leika fæðingarhálfvita af slíkri innlifun að maður efast um að þetta sé leikur... **

FAILURE TO LAUNCH

(Stöð 2 kl. 21.20)

Alþekkt umfjöllunarefnið lofar góðu, liðleskjur sitja sem fastast á Hótel mömmu. Parker á að gabba hinn hálf-fertuga McConauhey út af æskuheimilinu. Hvorki vel skrifuð né útfærð. ** ½

TAKING LIVES

(Stöð 2 kl. 00.50)

Með skárri afbrigðum Seven , byrjar fullvel með afbragðs spennuatriði en framhaldið nær aldrei sömu hæðum. ***

KICKING AND SCREAMING

(Stöð 2 Bíó kl. 18.00)

Leikstjórnin er flöt og ófyndin og atriðin á vellinum bera þess merki að Hollywood hefur ekki náð tökum á enska boltanum. ***

Sæbjörn Valdimarsson