SKÖMMU eftir opnun kauphallarinnar í gær voru tilkynnt utanþingsviðskipti með 1,44% hlut í Straumi-Burðarási.
SKÖMMU eftir opnun kauphallarinnar í gær voru tilkynnt utanþingsviðskipti með 1,44% hlut í Straumi-Burðarási. Gengi í viðskiptunum var 11,54 krónur á hlut, sem er hið sama og í síðustu viðskiptum miðvikudagsins en gera má ráð fyrir að viðskiptin hafi átt sér stað eftir lokun markaðar á miðvikudag.

Heildarverðmæti viðskiptanna er um 1,7 milljarðar króna en ekki hefur borist nein tilkynning í fréttakerfi kauphallar sem gefur til kynna hverjir áttu hlut að máli. Hafi eignarhlutur viðkomandi ekki farið yfir flöggunarmörk er ekki við slíkri tilkynningu að búast.