BÓKANIR gengu á víxl milli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og minnihluta í borgarstjórn á fundi borgarráðs í gær.
BÓKANIR gengu á víxl milli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og minnihluta í borgarstjórn á fundi borgarráðs í gær.

Í bókun minnihluta Samfylkingar, VG og Framsóknar segir að formanni borgarráðs þyki meira um vert að snúa málinu upp í pólitískt hnútukast heldur en að gæta hagsmuna borgarinnar þar sem hann tali máli KSÍ þrátt fyrir augljós afglöp formanns byggingarnefndar.

Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks segir að í minnisblaði innri endurskoðunar borgarinnar komi fram að bygginganefndin hafi brugðist hlutverki sínu. Fulltrúar í nefndinni hafi átt að krefjast fleiri funda og Dagur B. Eggertsson hafi aldrei á þeim 10 mánuðum sem hann sat í nefndinni óskað eftir fundi til að yfirfara kostnað.