[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sá gripur var með fyrstu Chrysler 300-bílunum sem komu til landsins. Halldór segir að Chrysler 300 dragi nafn sitt af bíl sem Chrysler framleiddi fyrir rúmum 50 árum og var nefndur 300; eftir hestöflunum sem öflug vélin skilaði.
Sá gripur var með fyrstu Chrysler 300-bílunum sem komu til landsins. Halldór segir að Chrysler 300 dragi nafn sitt af bíl sem Chrysler framleiddi fyrir rúmum 50 árum og var nefndur 300; eftir hestöflunum sem öflug vélin skilaði.

,,Þessi bíll er með 6 sílindra 3.5L. vél sem skilar honum 245 hestöflum. Persónulega finnst mér það algjörlega yfirdrifinn kraftur fyrir svona bíl, þótt hann sé einnig fáanlegur með 5,7 Hemi-vél sem skilar 345 hestöflum. Ég var búinn að sjá myndir af þessum bílum áður en sá fyrsti þeirra kom til landsins og var þá strax ákveðinn í að eignast svona bíl þótt að ég hafi aldrei verið veikur fyrir amerískum bílum, heldur meira fyrir þýska eðalvagna.

Línurnar í þessum bíl eru alveg geggjaðar, svolítið ,,retro“ og skírskota til hönnunar bíla á gullöld bílaiðnaðarins í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta tug síðustu aldar. Gluggarnir eru lágir en hliðarnar háar sem gefa bílnum kraftalegt útlit.

Þessi kokssvarti sjarmör er með hvítri leðurinnréttingu og er afar rúmgóður með fullkomnu hljóðkerfi með 12 hátölurum sem fer vel með uppáhaldsgeisladiskana og skilar hljómleikagæðum einstaklega vel. Bíllinn er afar rúmgóður og hátt er til lofts sem kemur mér afar vel þar sem ég er tæpir 2 metrar á hæð, sem þýðir að maður þarf ekki að vera með auka liðamót á hryggnum til að komast inn!“

Halldór segir að allir fjölskyldumeðlimir hafi verið hæstánægðir með gripinn nema eiginkonan. „Hún vildi helst ekki setjast upp í hann og því síður keyra hann því henni fannst hún fá fullmikla athygli út á hann. Honum var á endanum skipt út fyrir jeppa sem hentaði öllum betur. Ég sé þó alltaf eftir 300-bílnum og er farinn að líta í kringum mig eftir einum kolsvörtum aftur, en læt þó lítið á því bera. Þrátt fyrir framúrstefnulega hönnun og tækniþjappaða japanska og evrópska bíla er óneitanlega eitthvað við ameríska bíla sem heillar – hvort sem það er sagan, arfleifðin eða bara hreinn töffaraskapur.“