BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að láta kanna hagkvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur sem og léttlestarkerfis í Reykjavík.
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að láta kanna hagkvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur sem og léttlestarkerfis í Reykjavík.

Fram kemur að borgarráð er tilbúið að leggja til verkefnisins 10 milljónir króna að því tilskildu að ríkið leggi fram annað eins á móti.

„Við úttektina verði endurskoðaðar og uppfærðar fyrri úttektir sem unnar hafa verið um lestarsamgöngur á vegum borgarinnar og fjárhags-, umhverfis- og skipulagsþættir greindir. Ennfremur verði lagðar fram upplýsingar um kostnað vegna rekstrar lesta milli Reykjavíkur/Keflavíkur og rekstrar léttlesta á höfuðborgarsvæðinu. Úttektin verði unnin í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar og samgönguyfirvöld í landinu,“ segir m.a. í samþykktinni.