— Reuters
ERLENDAR hlutabréfavísitölur hækkuðu flestar í gær, að þeim bandarísku og japönsku undanskildum. Fréttir af minnkandi fjárfestingu í vélbúnaði og öðrum framleiðsluvörum í Bandaríkjunum jók á svartsýni fjárfesta.
ERLENDAR hlutabréfavísitölur hækkuðu flestar í gær, að þeim bandarísku og japönsku undanskildum. Fréttir af minnkandi fjárfestingu í vélbúnaði og öðrum framleiðsluvörum í Bandaríkjunum jók á svartsýni fjárfesta. Þá bárust fréttir af slakri afkomu tæknifyrirtækisins Oracle og samdrætti í auglýsingatekjum leitarvélarinnar Google. Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,97% og Nasdaq um 1,87%.

Eins og áður segir lækkaði Nikkei vísitalan sömuleiðis, eða um 0,80% í gær, en annars voru hóflegar hækkanir á helstu hlutabréfavísitölum. Breska FTSE vísitalan hækkaði um 1,01%, þýska DAX um 1,37% og franska CAC um 0,92%. Samnorræna hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,18% í gær.