Geimfari Í Alabama er hægt að upplifa hvernig það er að vera geimfari.
Geimfari Í Alabama er hægt að upplifa hvernig það er að vera geimfari.
Það er langt í frá að sumarbúðir séu bara fyrir börn. Þannig geta fullorðnir sem hafa átt sér draum um að verða geimfarar, dýraþjálfarar eða draugabanar fengið óskir sínar uppfylltar, um tíma. Á síðunni Travelandleisure.
Það er langt í frá að sumarbúðir séu bara fyrir börn. Þannig geta fullorðnir sem hafa átt sér draum um að verða geimfarar, dýraþjálfarar eða draugabanar fengið óskir sínar uppfylltar, um tíma. Á síðunni Travelandleisure.com má finna lista yfir tíu einkennilegustu sumarbúðir fyrir fullorðna.

Rokkbúðir

Þar má læra helstu brögðin í bransanum af þeim sem kunna þau best, þar á meðal Joe Walsh, Slash og Max Weinberg. Í búðunum eru daglegar æfingar og keppni í lokin.

Skylmingaþræll í Róm

Á þriggja tíma námskeiði má læra fornar bardagaaðferðir og sögu skylmingaþræla. Þátttakendur eru vitanlega í hefðbundnum búningum þrælanna og nota eftirlíkingar af vopnum þeirra.

Þjálfun fíla í Taílandi

Í allt að þrjá daga fá þátttakendur að vinna við hlið fílaþjálfara en starf þeirra byggir á 2000 ára hefð í Taílandi.

Víngerðarlist í Kaliforníu

Þátttakendur fá tækifæri til að fara á vínekru í þrjá daga með víngerðarmönnum og fylgjast með gerð víns frá ekrunni og alla leið í flöskuna.

Geimfarabúðir í Alabama

Þriggja til átta daga dagskrá þar sem þátttakendur fá tækifæri til að upplifa þjálfun geimfara og geimferð í eins raunverulegum aðstæðum og mögulegt er.

Draugabani í New Orleans

Kennd eru grundvallaratriði í draugabanatækni á hóteli frá 1742 sem talið er vera fullt af alls kyns öndum.

Krossgátugerð

Þátttakendur læra að bæta tækni sína í krossgátugerð, auka við orðaforða sinn og læra helstu brögðin.

Dýralækningar í Afríku

Fimm daga safarí með dýralækni sem sérhæfir sig í villtum dýrategundum.

Gondólaræðari í Feneyjum

Í þrjá klukkutíma geta þátttakendur lært að verða gondólaræðarar, hvernig á að stjórna skipinu, hvernig er best að standa og svo framvegis.

Pókerbúðir í Las Vegas

Þátttakendur eyða draumahelgi í að læra tæknina í póker með stjörnum á borð við T.J. Cloutier, Mike Sexton og Clonie Gowen auk þess að fá frá þeim góð ráð um eigin leik.

svanhvit@24stundir.is