ENN er óvíst hvort skoski knattspyrnumaðurinn Barry Smith komi á ný til Valsmanna. Viðræður um það hafa verið í gangi en Ótthar Edvardsson framkvæmdastjóri Vals sagði við Morgunblaðið í gær að enn væri allt opið í þeim efnum.
ENN er óvíst hvort skoski knattspyrnumaðurinn Barry Smith komi á ný til Valsmanna. Viðræður um það hafa verið í gangi en Ótthar Edvardsson framkvæmdastjóri Vals sagði við Morgunblaðið í gær að enn væri allt opið í þeim efnum. Smith er 34 ára varnarmaður og hefur verið í stóru hlutverki í Valsliðinu undanfarin tvö ár og spilað 32 af 36 deildaleikjum þess á þeim tíma. Hann hefur spilað með Morton í skosku 1. deildinni í vetur en verið frá keppni síðan í lok febrúar vegna meiðsla. Ótthar sagði að meiðslin væru ein ástæða þess að ekki væri ákveðið hvort samið yrði við hann að nýju.

Smith var í viðræðum við FH fyrr í vetur og hafði þá samþykkt tveggja ára samning við Hafnarfjarðarfélagið, sem síðan hætti við að fá hann í sínar raðir.