Aldrei er góð vísa of oft kveðin og þegar farið er til sólríkra landa má ekki gleyma að bera á sig sólarvörn. Það er um að gera að maka kreminu vel og vandlega á kroppinn og gleyma ekki stöðum eins og eyrum og vörum.
Aldrei er góð vísa of oft kveðin og þegar farið er til sólríkra landa má ekki gleyma að bera á sig sólarvörn. Það er um að gera að maka kreminu vel og vandlega á kroppinn og gleyma ekki stöðum eins og eyrum og vörum. En á þær má fá sérstakan varasalva í sólina. Best er að láta korter líða frá því að borið er á og farið út. Eins þarf að passa sig að bera á eftir sund, jafnvel þó að áburðurinn eigi að þola slíkt. Um kvöldið er svo bæði gott og kælandi að setja á sig kæligel eða þar tilgert krem.