Réttarhöld hófust í gær yfir hinum 65 ára gamla Michel Fourniret sem ákærður er fyrir að nauðga og svo myrða sjö stúlkur og konur í Frakklandi og Belgíu á árunum 1987 til 2001. Fórnarlömbin voru öll á aldrinum tólf til 22 ára.
Réttarhöld hófust í gær yfir hinum 65 ára gamla Michel Fourniret sem ákærður er fyrir að nauðga og svo myrða sjö stúlkur og konur í Frakklandi og Belgíu á árunum 1987 til 2001. Fórnarlömbin voru öll á aldrinum tólf til 22 ára. Fourniret hefur játað á sig morðin, en farið fram á lokuð réttarhöld.

Monique Oliver, eiginkona Fourniret, er hins vegar ákærð fyrir að lokka konurnar upp í bíl, mannrán og að hafa verið í vitorði með morðingjunum. aí