— Ljósmynd/Helen Garðarsdóttir
Þrátt fyrir að harðasta jeppafólkið sé búið að stunda fjallaferðir frá því fyrir áramót er nú að renna í hlað sá tími sem einna flestir dusta rykið af stóru bílunum sínum.
Þrátt fyrir að harðasta jeppafólkið sé búið að stunda fjallaferðir frá því fyrir áramót er nú að renna í hlað sá tími sem einna flestir dusta rykið af stóru bílunum sínum.

Núna um helgina er til dæmis paraferð á vegum Ferðaklúbbsins 4x4 í Bása í Goðalandi og Útivist stendur fyrir ferð á Drangajökul fyrir mikið breytta jeppa.

Dagana 11.-13. apríl verður svo jeppa- og gönguskíðaferð á vegum Útivistar og liggur leiðin um Mýrdalsjökul, Fjallabak og Strút. Ferðin er fyrir mikið breytta jeppa og er þátttaka háð samþykki fararstjóra.

Fyrir jeppafólk sem er nýbyrjað í sportinu eða hefur ekki ferðafélaga á öðrum bíl til að ferðast með eru ferðir sem þessar stórsniðugar og í raun nauðsynlegar.

Áhugasömum er bent á heimasíðurnar f4x4.is, utivist.is og fi.is