Dómnefnd bílablaðamanna frá 22 löndum tilkynnti nýverið að val sitt á græna bíl ársins 2008 eða „World Green Car of the Year“ en titilinn að þessu sinni hlýtur BMW 118d.
Dómnefnd bílablaðamanna frá 22 löndum tilkynnti nýverið að val sitt á græna bíl ársins 2008 eða „World Green Car of the Year“ en titilinn að þessu sinni hlýtur BMW 118d. Afhending verðlaunanna fer fram á lokakvöldi alþjóðlegu bílasýningarinnar í New York.

Í áliti dómnefndar kom fram að BMW að EfficientDynamics-kerfið væri meginástæðan fyrir niðurstöðunni en það er kerfi sem verður staðalbúnaður í öllum nýjum BMW-bílum. EfficientDynamics felur í sér tæknilausnir sem draga úr eyðslu og útblæstri en meðal þeirra er start-stop-búnaður sem drepur á vél bílsins þegar hann er kyrr og safngeymir fyrir umframrafmagn sem myndast þegar bremsað er og við akstur.