Miðstöð verður til „Þetta verður miðstöð þar sem hægt er að tengja saman atvinnulífið og hönnuði, styrkja hönnun á Íslandi og koma hönnuðum á framfæri,“ segir Halla Helgadóttir , sem á næstu dögum tekur við starfi framkvæmdastjóra...
Miðstöð

verður til

„Þetta verður miðstöð þar sem hægt er að tengja saman atvinnulífið og hönnuði, styrkja hönnun á Íslandi og koma hönnuðum á framfæri,“ segir Halla Helgadóttir , sem á næstu dögum tekur við starfi framkvæmdastjóra nýstofnaðrar Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

„Starfið er alveg nýtt, þannig að fyrsta verkefnið verður að móta þetta með stjórninni. Þetta er ögrandi verkefni sem verður spennandi að takast á við.“