Íslandsmeistarinn í ralli, Daníel Sigurðsson, keppir sem kunnugt er í breska meistaramótinu í ralli um þessar mundir.
Íslandsmeistarinn í ralli, Daníel Sigurðsson, keppir sem kunnugt er í breska meistaramótinu í ralli um þessar mundir.

Eftir að hafa gengið mjög vel framan af í fyrstu keppninni bilaði kúpling í bíl Daníels og hann og Ísak Guðjónsson, sem les nótur fyrir Daníel í fyrstu keppnunum ytra, urðu að hætta keppni.

„Við erum á hraðskreiðum bíl – það er ljóst. Við getum unnið á alþjóðagrundvelli, ekki annað eða þriðja sætið, nei. Unnið. Við höfum getuna, metnaðinn og grimmdina til þess. Einnig höfum við mikla þörf til að sanna það til að ná að klára fjármögnun á tímabilinu,“ skrifaði Daníel eftir fyrstu keppnina á heimasíðu liðsins, hipporace.blog.is.

Næsta keppni fer fram í Skotlandi 5. apríl og reiknar Daníel með að skipa sér í fremstu röð þar.