*Georgísku flytjendurnir í Evróvisjón með söngkonuna Diana Gurtskaya fremsta í flokki hafa lýst áhuga á því að koma til Íslands og kynna framlag sitt í keppninni.
*Georgísku flytjendurnir í Evróvisjón með söngkonuna Diana Gurtskaya fremsta í flokki hafa lýst áhuga á því að koma til Íslands og kynna framlag sitt í keppninni. Skemmst er að minnast þess þegar Ruslana hin úkraínska sigraði fyrir fjórum árum eftir mikinn kynningartúr um álfuna, meðal annars hérlendis. Georgía er í sömu undankeppni og Ísland og nú er bara vonandi að Eurobandið sé í jafn öflugri kosningabaráttu austar í álfunni og Gurtskaya og félagar hérna fyrir vestan.