KRÓNAN veiktist um 1,8% gær, en gengisvísitalan var við lokun markaða 153,40 stig en var 150,65 stig þegar markaðir voru opnaðir í gær. Mikil velta var á millibankamarkaði og nam hún 89,6 milljörðum króna.
KRÓNAN veiktist um 1,8% gær, en gengisvísitalan var við lokun markaða 153,40 stig en var 150,65 stig þegar markaðir voru opnaðir í gær. Mikil velta var á millibankamarkaði og nam hún 89,6 milljörðum króna. Gengi Bandaríkjadals var við lokun markaða 75,65 krónur, evru 119,45 krónur og punds 151,80 krónur. Tryggingarálag á skuldabréf bankanna hækkaði í gær, en munur á kaup- og sölutilboðum var mun minni í gær en í fyrradag, sem er vísbending um að viðskipti með bréfin hafi aukist. Álag á bréf Landsbanka er nú um 725 punktar, álag á bréf Kaupþings er nú um 945 punktar og álag á bréf Glitnis er nú um 1022,5 punktar.