Ferðaþreyta sækir á marga eftir flug og eins þegar ferðast er til staða þar sem mikils tímamismunar gætir. Fyrir löng ferðalög er mikilvægt að fá góðan svefn áður en ferðalagið hefst, drekka nóg af vatni en forðast áfenga drykki.
Ferðaþreyta sækir á marga eftir flug og eins þegar ferðast er til staða þar sem mikils tímamismunar gætir. Fyrir löng ferðalög er mikilvægt að fá góðan svefn áður en ferðalagið hefst, drekka nóg af vatni en forðast áfenga drykki. Mörgum finnst líka gott að fara út að hlaupa eða stunda aðra líkamsrækt þegar áfangastað er náð til að hressa sig við. Þó skal ekki stunda líkamsræktina of seint að kvöldi þar sem slíkt gæti eyðilagt nætursvefninn. Reyndu líka að venjast staðartímanum sem fyrst.