Hinn umdeildi leikstjóri Oliver Stone hefur nú afhjúpað hverjir munu leika í hinni fyrirhuguðu kvikmynd hans W sem fjallar um mótunarár George W. Bush Bandaríkjaforseta.
Hinn umdeildi leikstjóri Oliver Stone hefur nú afhjúpað hverjir munu leika í hinni fyrirhuguðu kvikmynd hans W sem fjallar um mótunarár George W. Bush Bandaríkjaforseta. Fyrr hafði það verið tilkynnt að Josh Brolin myndi leika hinn umdeilda forseta en Elizabeth Banks leikur eiginkonu hans Lauru Bush. Nú hafa James Cromwell og Ellen Burstyn en þau munu leika foreldra Bush, George Bush eldri, fyrrum Bandaríkjaforseta og Barböru Bush. Áætlað er að tökur á myndinni hefjist í Louisiana-ríki í lok aprílmánaðar. vij