FOKKERFLUGVÉL sem var í leiguflugi fyrir Flugfélag Íslands á leið frá Akureyri með stóran hóp ungmenna á leið á Íslandsmót á skíðum gerði tvær tilraunir til lendingar í miklu hvassviðri á Ísafirði um miðjan dag í gær en þurfti í bæði skiptin frá að...
FOKKERFLUGVÉL sem var í leiguflugi fyrir Flugfélag Íslands á leið frá Akureyri með stóran hóp ungmenna á leið á Íslandsmót á skíðum gerði tvær tilraunir til lendingar í miklu hvassviðri á Ísafirði um miðjan dag í gær en þurfti í bæði skiptin frá að hverfa. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var aldrei nein hætta á ferðum og tóku farþegar þessu með ró. Vélinni var snúið til Reykjavíkur og áætlað að farþegarnir færu með langferðabíl til Ísafjarðar.