Sársaukinn leynir sér ekki Freyr Eyjólfsson með blóðpumpuna í löppinni.
Sársaukinn leynir sér ekki Freyr Eyjólfsson með blóðpumpuna í löppinni.
„Ég fann að ég hafði verið stunginn og sá eitthvað synda í burtu. Ég vissi ekkert hvað hafði gerst,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Freyr Eyjólfsson.
„Ég fann að ég hafði verið stunginn og sá eitthvað synda í burtu. Ég vissi ekkert hvað hafði gerst,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Freyr Eyjólfsson.

Freyr var á dögunum stunginn í löppina af baneitraðri stingskötu í sjónum við strendur eyjunnar Rubane. Þar dvaldi hann um páskahelgina ásamt Hólmfríði Önnu Baldursdóttur, sambýliskonu sinni.

Eyjarskeggjar brugðust við

Eyjaskeggjar voru fljótir að bregðast við og Freyr segir röð tilviljana hafa bjargað lífi sínu.

„Smiður þarna rétt hjá sá mig, hefði hann ekki komið veit ég ekkert hvernig hefði farið,“ segir hann. „Hann vissi alveg hvað þetta var þegar hann sá sárið og náði í pumpu og pumpaði út úr mér blóðklumpum. Blóðið í mér var strax byrjað að storkna og orðið kekkjótt. Þetta var viðbjóðslegt.“

Þegar pumpan hafði gert sitt gagn tók töfrakona við að sögn Freys og hóf að tyggja grös og setja á sárið. Eyjaskeggjar treystu þó ekki alfarið á skottulækningar því hann fékk einnig töflur til að bryðja.

„Þetta var ólýsanlegur sársauki í þrjá tíma,“ segir Freyr, sem var staddur á bensínstöð í Gíneu-Bissá þegar 24 stundir náðu í hann, en þar gengu svín, hænur og geitur um á meðal manna. „Eyjaskeggjar eru vanir að setja löppina í eld þegar þetta gerist. Brenna sárið. Sem betur þurfti ég ekki að gera það.“

atli@24stundir.is