*Þrátt fyrir að Einar Bárðarson sé alfluttur til Bretlandseyja þar sem hann stýrir umboðsfyrirtæki sínu Believer Music hefur hann ekki gefið Ísland upp á bátinn.
*Þrátt fyrir að Einar Bárðarson sé alfluttur til Bretlandseyja þar sem hann stýrir umboðsfyrirtæki sínu Believer Music hefur hann ekki gefið Ísland upp á bátinn. Í fjöldapósti sem Einar sendi út í gær segir: „Garðar Cortes vinur minn gæti auðveldlega unnið bresku tónlistarverðlaunin með þínum stuðningi – nennirðu að hjálpa mér og vippa þér hérna inn og kjósa.“ Tvennt vekur athygli í þessum pósti. Annars vegar að Einar biður fólk um að hjálpa sér en ekki Garðari Thór og í öðru lagi finnst Einari það greinilega ekki tiltökumál að bresku tónlistarverðlaunin verði „auðveldlega“ unnin með hjálp okkar Íslendinga. Það er greinilega allt leyfilegt í ástum, stríði og tónlistarverðlaunum.