Árni Mathiesen fjármálaráðherra svarar umboðsmanni Alþingis með skætingi í Mogganum í dag. Segir umbann hlutdrægan í héraðsdómaramáli sonar Davíðs Oddssonar. Samkvæmt Árna er umbinn í lagi, ef hann gerir ekki neitt.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra svarar umboðsmanni Alþingis með skætingi í Mogganum í dag. Segir umbann hlutdrægan í héraðsdómaramáli sonar Davíðs Oddssonar. Samkvæmt Árna er umbinn í lagi, ef hann gerir ekki neitt. Ef hann hins vegar vinnur vinnuna sína, er hann með fordóma, búinn að mynda sér skoðun á málinu. Þetta kemur ekki á óvart, því Árni var áður búinn að afsaka ráðningu Þorsteins Davíðssonar með því, að fyrri ráðherrar hafi oft hunzað góða siði í mannaráðningum.

Jónas Kristjánsson

jonas.is