Töluverð rannsóknarvinna er framundan í máli tveggja manna sem handteknir voru í Leifsstöð á þriðjudag, grunaðir um hafa að með ólöglegum hætti náð háum fjárhæðum úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu.
Töluverð rannsóknarvinna er framundan í máli tveggja manna sem handteknir voru í Leifsstöð á þriðjudag, grunaðir um hafa að með ólöglegum hætti náð háum fjárhæðum úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu.

Mennirnir voru stöðvaðir þegar tollverðir urðu varir við að þeir höfðu mikla fjármuni í fórum sínum, en mennirnir reyndust vera með á fjórðu milljón króna á sér við handtöku. Voru mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til mánudags.

Auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með málið til rannsóknar, og er nú m.a. unnið að öflun upplýsinga frá bönkum um leið og skoðað er hve lengi mennirnir hafa dvalið hér á landi og hvort þetta er fyrsta heimsókn þeirra til landsins..

Mennirnir, sem voru á leið til Lundúna, eru frá Þýskalandi og Rúmeníu og miðar rannsókn lögreglu m.a. að því að upplýsa hvort þeir höfðu íslenskan vitorðsmann.

Virðist sem mennirnir hafi notað upplýsingar af erlendum kreditkortum til peningaúttekta.