ENGAR formlegar eða óformlegar viðræður eru í gangi milli Sparisjóðsins í Keflavík og Icebank um hugsanlegan samruna félaganna, að sögn Geirmunds Kristinssonar, sparisjóðsstjóra SpKef.
ENGAR formlegar eða óformlegar viðræður eru í gangi milli Sparisjóðsins í Keflavík og Icebank um hugsanlegan samruna félaganna, að sögn Geirmunds Kristinssonar, sparisjóðsstjóra SpKef. Segir Geirmundur að fréttir af slíkum viðræðum séu lítið annað en vangaveltur að svo stöddu þar sem samruni geti aldrei orðið fyrr en SpKef verði breytt í hlutafélag. „Til stendur að breyta sparisjóðnum í hlutafélag, eins og greint hefur verið frá áður, en sú vinna er tímafrek.“

Varðandi hvað taki við að hlutafélagavæðingunni lokinni, að því gefnu að stofnfjáreigendur samþykki hana, segir Geirmundur að vel geti orðið af samruna SpKef og Icebank en það verði undir hluthöfum félaganna komið.