PÓLSKUR karlmaður sem lögregla lýsti eftir, vegna gruns um aðild að hrottalegri líkamsárás í Keilufelli í Breiðholti sl. laugardag, gaf sig fram í gærmorgun.
PÓLSKUR karlmaður sem lögregla lýsti eftir, vegna gruns um aðild að hrottalegri líkamsárás í Keilufelli í Breiðholti sl. laugardag, gaf sig fram í gærmorgun. Maðurinn var yfirheyrður í gærdag og að sögn lögreglu verður farið fram á gæsluvarðhald yfir honum í dag.

Fimm aðrir karlmenn sitja í varðhaldi vegna sama máls.