Góð Mynd Þorsteins Jónssonar um Annað líf Ástþórs var góð.
Góð Mynd Þorsteins Jónssonar um Annað líf Ástþórs var góð. — Morgunblaðið/Golli
Fyrir skömmu sá ég mynd eftir Þorstein Jónsson um ungan mann sem lamaðist fyrir neðan mitti. Ástþór Skúlason heitir hann og hefur tekist að láta draum sinn um að verða bóndi rætast.
Fyrir skömmu sá ég mynd eftir Þorstein Jónsson um ungan mann sem lamaðist fyrir neðan mitti. Ástþór Skúlason heitir hann og hefur tekist að láta draum sinn um að verða bóndi rætast. Það var ótrúlegt að sjá hann í girðingavinnu á hjólastólnum, furðulegt að honum skuli takast að aka um þýfi á hjólastólnum svo listilega sem raun bar vitni. Ég vann einu sinni á endurhæfingardeild þar sem margir ungir menn voru sem höfðu lamast fyrir neðan mitti eins og Ástþór, söguhetjan í fyrrnefndri kvikmynd. Mér er einkum minnisstæður einn þessara manna, sá var ekki með fullan kraft í höndunum en þess meiri hugarkraft. Það kom aldrei til greina að segja við hann: „Viltu nú bursta tennurnar, vinurinn?“ eins og samstarfskonur mínar sögðu stundum af hlýlegheitum. Hann annaðhvort reyndi að gera hlutina sjálfur eða þáði hjálp án þess að láta aumkva sig. Augljóslega hefur Ástþór tekið örlögum sínum á sama hugdjarfa hátt og einmitt það gerir honum kleift að gera draum sinn að veruleika. Hugarfarið er drifkrafturinn, ekki síst þegar fólk þarf að taka svona mikið á til að ná markmiðum sínum. Þetta var góð, vel tekin og umhugsunarverð mynd.

eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur