1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 155 orð

Umhverfisdagar í Háskóla Íslands

UMHVERFISDAGAR verða haldnir í fyrsta skipti í Háskóla Íslands dagana 1.-3. apríl. Tilgangur daganna er að auka umhverfisvitund meðal stúdenta og að þessu sinni verður athygli einkum beint að endurvinnslu og neyslu.
UMHVERFISDAGAR verða haldnir í fyrsta skipti í Háskóla Íslands dagana 1.-3. apríl. Tilgangur daganna er að auka umhverfisvitund meðal stúdenta og að þessu sinni verður athygli einkum beint að endurvinnslu og neyslu. Að Umhverfisdögum standa Gaia – félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum, Stúdentaráð Háskóla Íslands og Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ.

Í dag, 1. apríl, getur almenningur kynnt sér opna bása á Háskólatorgi, þar sem umhverfisvænar vörur og lausnir verða kynntar. Heimildamyndin „We Feed the World“ verður sýnd í stofu HT-105 á Háskólatorgi kl. 16.40 og er aðgangur ókeypis. Austurríski kvikmyndagerðarmaðurinn Erwin Wagenhofer stóð að gerð hennar árið 2005.

Miðvikudaginn 2. apríl halda Valdimar Sigurðsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, og Ragna I. Halldórsdóttir, deildarstjóri gæða- og þjónustusviðs Sorpu, hádegisfyrirlestra um neyslu og endurvinnslu sem bera yfirskriftina „Kaupa fyrst, henda svo?“ Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu HT-104 á Háskólatorgi kl. 12.

Nánari upplýsingar um dagskrárliði er að finna á www.hi.is.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.