— AP
YFIR 350 milljónir Kínverja reykja eða um fjórðungur þjóðarinnar og í Peking eru um fjórar milljónir reykingamanna.
YFIR 350 milljónir Kínverja reykja eða um fjórðungur þjóðarinnar og í Peking eru um fjórar milljónir reykingamanna. Yfirvöld í Peking vilja nú reyna að stemma stigu við reykingum og er það þáttur í að bæta ímynd borgarinnar og íbúa hennar fyrir Ólympíuleikana sem þar verða haldnir í sumar. Gefin hefur verið út yfirlýsing um að frá 1. maí verði bannað að reykja á opinberum skrifstofum og í almenningsfarartækjum borgarinnar. Bannið virðist ekki enn ná til veitingahúsa sem þó verða að hafa reyklaus rými.

Í Kína eru reykingar tákn um karlmennsku og því spurning hvernig yfirvöldum tekst til við að framfylgja banninu.