1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

„Ábyrgðarleysi að spila með“

IKEA telur verðhækkanir óþarfar

„ÞAÐ á aldrei að vera fyrsta ráðstöfun hjá neinu fyrirtæki að hækka verðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA.
„ÞAÐ á aldrei að vera fyrsta ráðstöfun hjá neinu fyrirtæki að hækka verðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Athygli hefur vakið að IKEA lofaði í auglýsingu um helgina að verð í vörulista fyrirtækisins myndi haldast óbreytt þar til nýr listi kemur út í ágúst nk., þrátt fyrir gengisfall. „Það má ekki velta öllu beint út í verðlagið. Íslenski neytandinn er bara því miður vanur því að láta valta yfir sig,“ segir Þórarinn.

Ástæðuna fyrir því að IKEA þarf ekki að hækka verðið segir hann að þegar verð í vörulistanum er ákveðið að vori sé reynt að reikna út líklegt miðgengi. Við óbreyttar aðstæður muni þó einhverjar hækkanir verða hjá IKEA í næsta vörulista. „Það sem verra er er að allt heimsmarkaðsverð er að hækka sem þýðir að allur framleiðslukostnaður hækkar.“ Þórarinn segir verðbólguna fara upp úr öllu valdi ef allir hækki nú verð um 30%. „Það er ábyrgðarleysi hjá öllum að spila með í þessari vitleysu.“ | 4

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.