1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 136 orð

Klínískt sálgæslunám á LSH

SAMNINGUR Landspítala og þjóðkirkjunnar um klínískt sálgæslunám guðfræði- og djáknanema á Landspítala var undirritaður í gær en til þessa hafa prestar og djáknar orðið að sækja námið utan Íslands.
SAMNINGUR Landspítala og þjóðkirkjunnar um klínískt sálgæslunám guðfræði- og djáknanema á Landspítala var undirritaður í gær en til þessa hafa prestar og djáknar orðið að sækja námið utan Íslands.

Fram kemur í fréttatilkynningu að þjóðkirkjan muni leggja til árlega jafngildi 50% launa prests við spítalann til kennslu í klínískri sálgæslu og Landspítali taki að sér að skapa tilhlýðilegar aðstæður fyrir verklega kennslu. Síðustu tvo áratugi rúma hafi sálgæsla presta og djákna sannað mikilvægi sitt og vaxið og dafnað og mætt þörfum fólks, bæði sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks.

„Þjálfunin miðar að því að auka hæfni presta og djákna til að veita öllum þessa andlegu umönnun án tillits til lífsskoðana.

Með samkomulaginu er stefnt að því að klínískt sálgæslunám verði liður í starfsþjálfun. Með þessu samkomulagi er stigið afar merkilegt skref í guðfræðinámi á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.