1. apríl 2008 | 24 stundir | 83 orð | 1 mynd

Dansflokkur á faraldsfæti

Íslenski dansflokkurinn er á faraldsfæti og stefnir nú á Brussel í Belgíu. Þar sýnir flokkurinn tvö verk á menningarhátíðinni Iceland on the Edge sem er í samstarfi við Bozar, stærstu menningar- og listamiðstöð Belgíu. Verkin sem sýnd verða saman þann...
Íslenski dansflokkurinn er á faraldsfæti og stefnir nú á Brussel í Belgíu. Þar sýnir flokkurinn tvö verk á menningarhátíðinni Iceland on the Edge sem er í samstarfi við Bozar, stærstu menningar- og listamiðstöð Belgíu.

Verkin sem sýnd verða saman þann 7. apríl eru Open Source eftir Helenu Jónsdóttur og Gleðilegt nýtt ár eftir Rui Horta.

Sýningarferðin er hluti af mikilli útrás sem Íslenski dansflokkurinn hefur staðið í að undanförnu, en á síðasta ári fór dansflokkurinn í langar sýningarferðir bæði til Kína og Bandaríkjanna

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.