Íslenski dansflokkurinn er á faraldsfæti og stefnir nú á Brussel í Belgíu. Þar sýnir flokkurinn tvö verk á menningarhátíðinni Iceland on the Edge sem er í samstarfi við Bozar, stærstu menningar- og listamiðstöð Belgíu. Verkin sem sýnd verða saman þann...
Íslenski dansflokkurinn er á faraldsfæti og stefnir nú á Brussel í Belgíu. Þar sýnir flokkurinn tvö verk á menningarhátíðinni Iceland on the Edge sem er í samstarfi við Bozar, stærstu menningar- og listamiðstöð Belgíu.

Verkin sem sýnd verða saman þann 7. apríl eru Open Source eftir Helenu Jónsdóttur og Gleðilegt nýtt ár eftir Rui Horta.

Sýningarferðin er hluti af mikilli útrás sem Íslenski dansflokkurinn hefur staðið í að undanförnu, en á síðasta ári fór dansflokkurinn í langar sýningarferðir bæði til Kína og Bandaríkjanna