1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 73 orð

Listi uppstillinganefndar féll

Listi uppstillinganefndar náði ekki kjöri í stjórn Landssambands lögreglumanna og féll með 30% atkvæða. Listi sem borinn var fram gegn lista uppstillingarnefndar sigraði örugglega með 70% atkvæða og mun stýra Landssambandinu næsta kjörtímabil.
Listi uppstillinganefndar náði ekki kjöri í stjórn Landssambands lögreglumanna og féll með 30% atkvæða. Listi sem borinn var fram gegn lista uppstillingarnefndar sigraði örugglega með 70% atkvæða og mun stýra Landssambandinu næsta kjörtímabil.

Listi uppstillingarnefndar var borinn fram af Gils Jóhannssyni, en hann tapaði fyrir lista sem Snorri Magnússon fór fyrir. 729 voru á kjörskrá og greiddu 523 atkvæði eða tæp 72%. Fékk listi uppstillinganefndar 151 atkvæði gegn 351 atkvæði listans sem sigraði.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.