Listi uppstillinganefndar náði ekki kjöri í stjórn Landssambands lögreglumanna og féll með 30% atkvæða. Listi sem borinn var fram gegn lista uppstillingarnefndar sigraði örugglega með 70% atkvæða og mun stýra Landssambandinu næsta kjörtímabil.
Listi uppstillinganefndar náði ekki kjöri í stjórn Landssambands lögreglumanna og féll með 30% atkvæða. Listi sem borinn var fram gegn lista uppstillingarnefndar sigraði örugglega með 70% atkvæða og mun stýra Landssambandinu næsta kjörtímabil.

Listi uppstillingarnefndar var borinn fram af Gils Jóhannssyni, en hann tapaði fyrir lista sem Snorri Magnússon fór fyrir. 729 voru á kjörskrá og greiddu 523 atkvæði eða tæp 72%. Fékk listi uppstillinganefndar 151 atkvæði gegn 351 atkvæði listans sem sigraði.