EF Stuttgart væri á toppnum í Þýskalandi en ekki Bayern München væru öll meistaraliðin úr sex sterkustu deildunum í Evrópu frá sl. keppnistímabili í þeirri stöðu að geta varið meistaratitil sinn, en það hefur ekki gerst áður.
EF Stuttgart væri á toppnum í Þýskalandi en ekki Bayern München væru öll meistaraliðin úr sex sterkustu deildunum í Evrópu frá sl. keppnistímabili í þeirri stöðu að geta varið meistaratitil sinn, en það hefur ekki gerst áður.

Bayern, sem er með örugga forustu í Þýskalandi, kemur í veg fyrir að „stóra slemman“ geti gengið upp. Meistarar Stuttgart eru í sjötta sæti, tólf stigum á eftir Bæjurum.

Manchester United er með fimm stiga forskot á liðið í öðru sæti á Englandi, Inter er með fjögurra stiga forskot á Ítalíu, Real Madrid með sex stiga forskot á Spáni, Lyon með níu stiga forskot í Frakklandi og PSV Eindhoven með fimm stiga forskot í Hollandi. Hér koma keppnistímabilin sem liðin í deildinum sex hafa oftast náð að verja meistaratitil sinn síðan keppnistímabilið 1963-1964.

5) 2005/2006: Barcelona, Chelsea, Lyon, PSV, Bayern.

5) 2007/2008: Real Madrid, Inter, Manchester Utd., Lyon, PSV.

*Keppnistímabilinu ekki lokið.

4) 1975/1976: Real Madrid, Gladbach, Saint-Etienne, PSV.

3) 1967/1968: Real Madrid, Saint-Etienne, Ajax.

3) 1972/1973: Juventus, Bayern München, Ajax.

3) 1979/1980: Real Madrid, Liverpool, Ajax.

3) 1982/1983: Liverpool, Hamburger SV, Ajax.

3) 1986/1987: Real Madrid, Bayern München, PSV.

3) 1989/1990 Real Madrid, Bayern München, Marseille.

3) 1991/1992: Barcelona, Marseille, PSV.

3) 1993/1994: Barcelona, AC Milan, Manchester Utd.

3) 2000/2001: Manchester Utd., Bayern München, PSV.