Elbufílharmónían Þessi glæsilega tónlistarhöll í Hamborg er í smíðum og verður opnuð um svipað leyti og Tónlistarhúsið.
Elbufílharmónían Þessi glæsilega tónlistarhöll í Hamborg er í smíðum og verður opnuð um svipað leyti og Tónlistarhúsið.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MARGAR bestu sinfóníuhljómsveitir heims munu leika á Íslandi innan fárra ára.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur

begga@mbl.is

MARGAR bestu sinfóníuhljómsveitir heims munu leika á Íslandi innan fárra ára. Það eru samtök norrænna hljómsveita og tónleikahallir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi sem eiga í samstarfi um verkefnið, og í frétt sem birtist á vef tímaritsins Gramophone á sunnudag kemur fram að Tónlistar- og ráðstefnumiðstöðin við Reykjavíkurhöfn sé þátttakandi í því.

Hljómsveitirnar sem nefndar eru, og fara á þennan rúnt milli tónleikahalla á Norðurlöndunum og í Hamborg, eru ekki af verri endanum. Fílharmóníusveitirnar í New York, Vínarborg og Pittsburg, Sinfóníuhjómseveitin í London og Orchestre de Paris, Sinfóníuhljómsveitin í Cleveland og St. Paul kammersveitin, svo fáeinar séu nefndar. Verkefnið hófst á laugardag, þegar Noður-þýska útvarpshljómsveitin með píanóleikarann fræga, Yefim Bronfman og hljómsveitarstjóran Christoph von Dohnanyi léku í Tónlistarhöllinni í Ósló. Verkefnið mun taka nokkur ár. Tekið er fram í fréttinni að enn séu nokkrar tónlistarhallanna ófullgerðar, Tónlistarhúsið í Kaupmannahöfn, Músíkhöllin í Helsinki, Tónlistarhúsið í Reykjvík og Elbufílharmónían í Hamborg.

Fyrirkomulagið verður þannig á öllum stöðunum, að hljómsveitirnar leika í áskriftarröðum hljómsveitanna sem í tónlistarhúsunum spila allajafna, - hljómsveitirnar spila því í tónleikaröðum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hér á landi. Þetta er gert til að laða áheyrendur að og bjóða erlendu hljómsveitirnar sérstaklega velkomnar. Flestir tónleikarnir verða hljóðritaðir í Danmörku. Hugmyndina að verkinu fékk danski fiðluleikarinn Jakob S¢lberg, þegar hann tók að sér að leysa af við Sinfóníuhljómsveitina í Birmingham árið 2005.

http://www.nordicconcerts.com/