1. apríl 2008 | 24 stundir | 137 orð | 1 mynd

menningarmolinn

Dauði Marvins Gayes

Á þessum degi árið 1984 lést tónlistarmaðurinn Marvin Gaye. Hann hafði þjáðst af heilsuleysi og þunglyndi í allnokkurn tíma fyrir andlát sitt. Hann gerðist æ einrænni og leitaði huggunar í kókaíni.
Á þessum degi árið 1984 lést tónlistarmaðurinn Marvin Gaye. Hann hafði þjáðst af heilsuleysi og þunglyndi í allnokkurn tíma fyrir andlát sitt. Hann gerðist æ einrænni og leitaði huggunar í kókaíni. Hann sagði vinum sínum að hann vildi deyja og talaði opinskátt um að fyrirfara sér. Síðustu mánuðina sem hann lifði bjó hann heima hjá foreldrum sínum og reifst nokkrum sinnum heiftarlega við föður sinn, sem var prestur. Daginn fyrir 45 ára afmælisdag Marvins Gayes lentu þeir feðgar í hörðu rifrildi sem lauk þannig að faðirinn greip byssu og skaut son sinn til bana.

Gaye var gríðarlega áhrifamikill tónlistarmaður og vann til fjölda Grammy-verðlauna á tónlistarferli sínum, var söngvari, lagahöfundur, hljóðfæraleikari og plötuframleiðandi. Meðal vinsælustu laga hans eru How Sweet It Is (To Be Loved By You), I Heard It Through the Grapevine og What's Going On.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.