ÓLAFUR Ingi Skúlason var eini Íslendingurinn sem gat fagnað sigri í Skandinavíu í gær en Helsingborg vann næsta auðveldan 3:0 sigur á nýliðum Sundsvall í sænsku deildinni. Ólafur Ingi var á bekknum allan leikinn en þeir Sverrir Garðarsson, Hannes Þ.
ÓLAFUR Ingi Skúlason var eini Íslendingurinn sem gat fagnað sigri í Skandinavíu í gær en Helsingborg vann næsta auðveldan 3:0 sigur á nýliðum Sundsvall í sænsku deildinni. Ólafur Ingi var á bekknum allan leikinn en þeir Sverrir Garðarsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason voru allir í byrjunarliði Sundsvall en Ara Frey var skipt útaf á 78. mínútur.

IFK Gautaborg fór í heimsókn til Malmö í gærkvöldi og voru þeir Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson hlið við hlið í vörn Gautaborgara. Gestirnir komust yfir en Malmö jafnaði, 1:1.

Í Noregi heimsótti Lyn lið Rosenborgar og endaði sá leikur með 2:1 sigri Rosenborg. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Lyn og léku allan leikinn. Theodór Elmar krækti sér í gult spjald á lokamínútu leiksins.

Rúrik Gíslason kom inn á hjá Viborg þegar 14 mínútur voru eftir af leik liðsins við Köbenhavn. Viborg tapaði 3:2 eftir að hafa komist í 2:0.