1. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 152 orð

Kaldasti mars síðan árið 2002

0,3 stigum yfir meðallagi í Reykjavík

MARSMÁNUÐUR var 0,3 stigum yfir meðallagi í Reykjavík, miðað við tölur í gær. Meðalhiti í Reykjavík er 0,4 stig, en var í mars 0,7. Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þó að tölur geti eitthvað breyst eftir daginn í dag.
MARSMÁNUÐUR var 0,3 stigum yfir meðallagi í Reykjavík, miðað við tölur í gær. Meðalhiti í Reykjavík er 0,4 stig, en var í mars 0,7. Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þó að tölur geti eitthvað breyst eftir daginn í dag. Mánuðurinn er kaldasti mars síðan árið 2002. Á Akureyri var gráðan –1,5, 0,3 gráðum undir meðallagi. Þar hefur ekki verið kaldara í mars síðan 2002.

Í Vestmannaeyjum er hitastigið í meðallagi og í Bolungarvík 0,5 yfir meðallagi. Á Dalatanga er hitinn nálægt meðallagi. Trausti segir tölurnar ekki breytast mikið þó að einn dagur standi út af, en í gær var hlýrra en verið hefur að undanförnu.

Trausti segir að ekki sé spáð neinum hlýindum á næstunni. „Þetta er þó enginn kuldi, þannig séð.“

Lítill snjór er á landinu, mest 68 sentímetrar í Fljótum. Enn er einhver snjór í Vestmannaeyjum og sums staðar á Suðausturlandi. Á Vesturlandi er meira og minna autt.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.