1. apríl 2008 | Tónlist | 142 orð | 1 mynd

U2 semur við Live Nation

Gulls ígildi Bono, söngvari U2.
Gulls ígildi Bono, söngvari U2. — Reuters
FYRIRTÆKIÐ Live Nation Inc. gerði í gær s.k. 360° samning til 12 ára við írsku hljómsveitina U2 sem felur í sér að fyrirtækið sjái um sölu á öllum varningi tengdum sveitinni, stafræna útgáfu, hafi umsjón með vefsíðum o.fl.
FYRIRTÆKIÐ Live Nation Inc. gerði í gær s.k. 360° samning til 12 ára við írsku hljómsveitina U2 sem felur í sér að fyrirtækið sjái um sölu á öllum varningi tengdum sveitinni, stafræna útgáfu, hafi umsjón með vefsíðum o.fl. auk þess að skipuleggja tónleikaferðir sveitarinnar.

Fyrirtækið virðist á mikilli siglingu því það gerði svipaðan heildarsamning við Madonnu fyrir fimm mánuðum. U2 mun þó áfram eiga í viðskiptum við Universal Music Group sem tilheyrir fjölmiðlarisanum Vivendi.

Live Nation vill ekki nefna neinar fjárhæðir í samningnum við U2 en samningurinn við Madonnu, sem felur m.a. í sér upptökurétt, nemur 120 milljónum dollara og er til tíu ára. Madonna skuldbindur sig til að gefa út þrjár plötur á þeim tíma. Þykja samningar á við þessa til marks um breytta tíma, nú reyna fyrirtæki að semja ekki aðeins um útgáfu platna heldur alla aðra tengda starfsemi listamannanna.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.