HAGNAÐUR fasteignafélagsins Landic Property dróst saman um tæpa níu milljarða króna á síðasta ári og nam 2,5 milljörðum króna.
HAGNAÐUR fasteignafélagsins Landic Property dróst saman um tæpa níu milljarða króna á síðasta ári og nam 2,5 milljörðum króna. Félagið hét áður Stoðir og hefur stækkað verulega síðustu tvö ár, fyrst með samruna við danska fasteignafélagið Atlas Ejendomme árið 2006 og síðan með kaupum á öðru dönsku félagi sl. haust, Keops . Eignasafnið hefur því stækkað en í árslok námu heildareignir Landic Property um 452 milljörðum króna, borið saman við 156 milljarða árið áður. Eigið fé nam í árslok 70,6 milljörðum og eiginfjárhlutfallið var 15,6%. Frá áramótum hefur félagið fest kaup á hlut í fimm alþjóðlegum fasteignasjóðum fyrir um 20 milljarða króna. Félagið á um 500 fasteignir á Norðurlöndum og starfsmenn eru um 270 talsins.