Bílasala Þrátt fyrir aukið framboð á lánum til kaupa á notuðum bifreiðum minnkar það ekki sölu á nýjum bifreiðum.
Bílasala Þrátt fyrir aukið framboð á lánum til kaupa á notuðum bifreiðum minnkar það ekki sölu á nýjum bifreiðum. — 24stundir/G.Rúnar
Tvær ástæður eru taldar fyrir því að óseldar, notaðar bifreiðar standa óhreyfðar hjá bílasölum og bílaumboðum. Þjóðin vill nýtt og flott!
Tvær ástæður eru taldar fyrir því að óseldar, notaðar bifreiðar standa óhreyfðar hjá bílasölum og bílaumboðum.

Þjóðin vill nýtt og flott! Og er tilbúin að borga fyrir bifreiðarnar töluvert hærra verð en nágrannaþjóðirnar þrátt fyrir fjölbreytta flóru skatta og gjalda. Þveröfugt við Dani sem keyra notaða bíla fremur en nýja vegna hárra gjalda.

Þá er minni eftirspurn eftir bílum bílaleignanna á veturna og það gerir það að verkum að stór hluti flota þeirra stendur óhreyfður á veturna.

Almennt aukin sala

Þrátt fyrir aukið framboð á lánum til kaupa á notuðum bifreiðum minnkar það ekki sölu á nýjum bifreiðum heldur eykur sölu á bifreiðum almennt. Nýir hópar kaupenda bætast í hópinn, erlent verkafólk þar á meðal og efnaminna fólk sem ef til vill leyfði sér ekki bílakaup áður.

Umfang bifreiðainnflutnings er gífurlegt. Árið 2006 var innflutningurinn að verðmæti 30 milljarðar króna. Ljóst er að bifreiðainnflutningur vegur þungt í vöruskiptahalla og Viðskiptaráð Íslands hefur leitað leiða til að ráða bót á þessum vanda. Ein af tillögum sem heyrst hafa frá ráðinu er að útflutningsaðilum verði gert kleift að fá virðisaukaskatt og vörugjöld endurgreidd sem hlutfall af söluverðmæti bifreiðarinnar.

Fyrir bílaleigur hefur fyrirkomulagið í för með sér augljósan ábata sem myndi í framhaldi lækka verð á leigðum bílum.

Danir eru ekki eins glaðir með veskið! Vörugjöld og skráningargjöld eru há í Danmörku og þar er bílaflotinn öllu eldri en á Íslandi.