Höfðingjar Hafnarfjörður verður 100 ára á árinu og í tilefni af því verður haldin vegleg afmælishátíð í bænum dagana 29. maí til 1. júní.

Höfðingjar

Hafnarfjörður verður 100 ára á árinu og í tilefni af því verður haldin vegleg afmælishátíð í bænum dagana 29. maí til 1. júní. Fyrirtækið Practical hefur verið valið til þess að sjá um hugmyndavinnu, umsjón og undirbúning afmælishelgarinnar í samstarfi við starfsmenn bæjarins. „Hafnfirðingar eru höfðingar heim að sækja og við ætlum að vekja athygli á því,“ segir Marín Magnúsdóttir , framkvæmdastjóri Practical.